Markmið
Við sérsníðum vinnustofur fyrir frumkvöðla og stjórnendur fyrirtækja með það að markmiði að:
-
Ramma inn viðskiptaáætlanir
-
Móta stefnu
-
Gera fjárfestingakynningar
-
Æfa framsögu
-
Skrifa styrksumsóknir
Vinnustofan er blanda af fyrirlestrum og kynningum þátttakenda þar sem ráðgjafi ver tíma með hverju teymi fyrir sig við að ramma inn viðskiptaáætlun, fínpússa stefnu, sigta út aðalatriðin og þjálfa stjórnendur í að koma þeim frá sér á skýran og einfaldan hátt í formi fjárfestakynningar, styrksumsóknar eða annars konar kynninga gagnvart samstarfsaðilum, viðskiptavinum eða öðrum þeim sem ætlunin er að ná til.
5-10 teymi taka þátt í hverri vinnustofu sem getur tekið 2-3 daga (e. bootcamp), eða allt að 4-8 vikur en þá er sambærilegu efni dreift á lengri tíma og frumkvöðlar stofnsetja fyrirtæki sín og hefja aðgerðir, samhliða kennslunni.
Öll nálgun á ofangreint efni er eftir grunnforskrift Senza: róttæk notendamiðuð hugsun, einfalt og skýrt, og tilfinningasamband með rökhyggju.
Fyrirtækjasmiðjan skiptist í eftirfarandi hluta
Mat hugmynda, tæki og tól
- Vandamálið, samkeppni, aðgreining
- Hvað bera að varast / hafa í huga þegar hugmynd er valin.
Lean aðferðafræðin
- Lágmarksvara (e. minimum viable product, MVP), og "pivoting".
- 11 punktar sem lýsa því hvað LEAN getur falið í sér á fyrstu skrefum sprota.
Góð viðskiptaáætlun
- Hvað á að koma fram í góðri viðskiptáætlun.
- Skipt í 11 kafla/glærur, hver kafli/glæra ítarlega greind.
- Mismunandi form viðskiptaáætlana.
Fjárhagsáætlun
- Einföld útgáfa af fjárhagsáætlun fyrir sprotafyrirtæki, (e. bottom up)
- Greind í smáeindir, 2 tegundir af forsendum, niðurstaða.
- Sniðmát (e. template) fylgir, til að nota við gerð eigin fjárhagsáætlunar.
Góð fjárfestakynning
- Hvernig á að byrja ferlið að búa til góða fjárfestakynningu.
- Hvað á að koma fram í kynningunni, hvað bera að forðast.
- Hvernig á að flytja kynninguna, á sviði, á fundi.
- Hvernig er kynning sem send er með tölvupósti öðru vísi.
- Hvernig á að ná tilfinningasambandi og af hverju er það mikilvægt.
- Stutt kynning (e. elevator pitch).
Stofnun fyrirtækja og rekstur sprotafyrirtækis fyrstu árin
- Helstu félagaform.
- Stofnun ehf í rafrænu viðmóti Skattsins.
Stofnskrá, Stofngerð, Samþykktir, tilkynning.
Hluthafasamkomulag, starfssamningur, kaupréttarsamningur.
- Helstu eyðublöð Fyrirtækjaskrár, starfsleyfi.
- Ársreikningur og framtal, miðaskil, staðgreiðsla, virðisaukaskattur.
- Gjaldfærsla kostnaðar, reiknað endurgjald.
Styrkir og styrkjaumhverfi
- Ítarleg yfirferð helstu styrkjamöguleika á Íslandi.
- Farið vel yfir þá möguleika sem hér eru listaðir upp:
https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/studningur
https://www.stjornarradid.is/gogn/styrkir-og-sjodir/
- Ef þess er óskað má fara ítarlega í skrif Rannís- og/eða Evrópustyrkja
https://senza.teachable.com/p/rannis-skrif (svipað og þetta námskeið)
Helstu fjárfestar á Íslandi
- Hvernig á að nálgast fjárfesta, hvaða fjárfesta.
- Hverjir eru vísifjárfestar á Íslandi, að hverju leita þeir.
- Aðrir möguleikar: hópfjármögnun, englafjárfestingar, grár markaður.
Sala og markaðssetning sprotafyrirtækja
- Bein sala (e. B2B), fyrstu skrefin.
- Samfélagsmiðlar (e. B2C), hagkvæmar auglýsingar.
Facebook/Instagram auglýsingar ítarlega greindar.
Þátttakendur flytja 5min kynningu með PPT, yfirleitt tvær svoleiðis.
þátttakendur flytja 1mín lyfturæðu án PPT.
Þátttakendur flytja stöðuskýrslu(r), ef fyrirtækjasmiðjan teygir sig yfir vikur/mánuði.
Farsælt samstarf við Vinnumálastofnun
Frá vori 2021 hefur Senza leitt 2ja mánaða fyrirtækjasmiðjuna Frumkvæði fyrir Vinnumálastofnun sem byggist að miklu leyti á þeirri forskrift sem lýst er að ofan, og þar sem skjólstæðingum Vinnumálastofnunar er hjálpað að meta hugmyndir, ramma inn viðskiptaáætlun, móta stefnu, gera fjárfestakynningar og æfa framsögu auk þess sem farið er yfir helstu atriði varðandi stofnun fyrirtækja og styrkja- og fjármögnunarmöguleika.
Í janúar 2024 höfðu 230 teymi eða frumkvöðlar útskrifast úr Frumkvæði frá því Senza tók við og okkur telst til að um 80 séu enn í blómlegum rekstri eða rúmlega þriðjungur.
Þetta eru fyrirtæki eins og hundasnyrtistofa, birtingafyrirtæki, ísbúð, gróðurhús, saumastofa, iðjuþjálfun, ferðaþjónusta, svepparæktun, listasmiðja, sérhæfð barnaleikföng, gullsmiðja, lífræn sælgætisframleiðsla, markþjálfun, líkamsræktarstöð, ullarsmiðja, asísk matvörubúð, dansstúdíó, vetnisframleiðsla, naglastofa, markaðsráðgjöf, matarvagn, spa, gleðismiðja, vistvæn duftker, fatahönnun, ræktun iðnaðarhamps, rafeldsneyti, kvikmyndafyrirtæki, grasalækningar og föt fyrir veiðimenn.
Mikið þakklæti hjá okkur í Senza að fá að vera smá hluti af ferðalagi þessara öflugu frumkvöðla.
Frá 2021 hefur Senza einnig haldið fyrirtækjasmiðjur fyrir Samband sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Vestfjarðarstofu, Iðuna Fræðslusetur, Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum og Mími.
-
MBA frá UC Berkeley, viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari frá HÍ.
-
Stjórnendaþjálfi og námskeiðshaldari hjá www.senza.is
-
Framkvæmdastjóri og ráðgjafi þróunarstyrkja hjá www.horizonpartners.is
-
Stjórnendaþjálfi hjá European Innovation Council (EISMEA)
-
15 ár framkvæmdastjóri 3ja sprotafyrirtækja á hugbúnaðarsviði.
-
20 ár í nýsköpun á Íslandi og San Francisco.
-
20 ára reynsla við gerð viðskiptaáætlana & ótal fjárfesta- og sölukynninga.
-
Árangur í styrkjaskrifum:
-
50% eigin fyrirtæki: 5 x Rannís styrk af 10 tilraunum.
-
83% full umsjón: 5 fyrirtæki fengið Vöxtinn, skrifað fyrir 6.
-
53% hlutaumsjón: 17 fyrirtæki fengið styrk, skrifað fyrir 32.
-
Einar Sigvaldason
Leiðbeinandi
Kaupa námskeið / hafa samband
Fyrir allar frekari upplýsingar og ef áhugi er á því að fá Senza til að gera vinnustofu fyrir þitt fyrirtæki hafðu samband við Einar hjá Senza.
Einar Sigvaldason
einar hjá senza .is
s. 581 2500